Beint í efni

Formannskosning í beinni á naut.is!

28.03.2009

Kl. 11.30 í dag hefst formannskjör á aðalfundi Landssambands kúabænda. Tveir hafa gefið kost á sér í embættið, Sigurður Loftsson, varaformaður LK og bóndi í Steinsholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Sigurgeir Hreinsson, bóndi á Hríshóli í Eyjafjarðarsveit. Bein útsending hér á naut.is hefst uppúr kl. 11.

Frambjóðendum gefst kostur á að vera með stutta kynningu og verður að kynningunum loknum gengið til atkvæðagreiðslu. Horfa má á útsendinguna með því að smella hér.