Beint í efni

Formannafundur í fjarfundabúnaði

30.10.2020

Stjórn Félags hrossabænda hefur boðað til formannafundar 7. nóv  eftir að ljóst varð að fresta þyrfti aðalfundi félagsins sem stefnt hafði verið að að halda þann sama dag.

Á formannafundinum sem verður í fjarfundarbúnaði verður farið yfir það helsta sem hefur verið í gangi hjá félaginu og formenn vilja ræða, en hefðbundin aðalfundarstörf mun bíða þess að hægt verði að halda aðalfund.