Beint í efni

Formaður LK valinn formaður samninganefndar bænda

22.08.2003

Fulltrúar LK og BÍ í samninganefnd bænda hafa ákveðið að formaður LK, Þórólfur Sveinsson, muni leiða nefndina í viðræðum við hið opinbera um nýjan samning við kúabændur. Formlegir samningafundir hafa ekki verið haldnir, en undirbúningshópur landbúnaðarráðherra vegna komandi samningaviðræðna hefur hafið störf fyrir nokkru. Stefnt að því að sá hópur ljúki vinnu sinni fyrir áramót, en markmið vinnu hópsins er að varpa ljósi á stöðu kúabænda í dag, áhrifum núverandi samnings og að hverju beri að stefna með nýjum samningi.

Í undirbúningshópnum stija eftirtaldir:

 

Frá landbúnaðarráðuneyti

Guðmundur B. Helgason, ráðuneytisstjóri og formaður hópsins

Ólafur Friðriksson, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu

 

Frá fjármálaráðuneyti

Þórhallur Arason, skrifstofustjóri ráðuneytisins

 

Frá Landssambandi kúabænda (LK)

Þórólfur Sveinsson, stjórnarformaður LK

Egill Sigurðsson, stjórnarmaður LK

 

Frá Bændasamtökum Íslands (BÍ)

Ari Teitsson, stjórnarformaður BÍ

Eggert Pálsson, stórnarmaður BÍ

 

Frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM)

Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri SAM

 

Frá Samtökum atvinnulífsins (SA)

Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA

 

Frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB)

Elín Björg Jónsdóttir, félagi opinberra starfsmanna á Suðurlandi

 

Frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ)

Stefán Úlfarsson, hagfræðingur ASÍ

 

Þá eru þau Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK, Erna Bjarnadóttir, sviðsstjóri BÍ og Magnús H. Sigurðsson, stjórnarformaður SAM, vinnuhópnum til aðstoðar.

 

Ritari vinnuhópsins er Kristjana Axelsdóttir, landbúnaðarráðuneytinu.

 

Í samninganefnd bænda sitja:

Þórólfur Sveinsson, bóndi að Ferjubakka II í Borgarfirði, formaður

Egill Sigurðsson, bóndi að Berustöðum II á Suðurlandi.

Þórarinn Leifsson, bóndi að Keldudal í Skagafirði

Eggert Pálsson, bóndi að Krikjulæk á Suðurlandi

Ari Teitsson, formaður BÍ