Fonterra tvöfaldar framleiðslu á mozzarella
14.07.2015
Nýsjálenska fyrirtækið Fonterra hefur nú tekið í notkun glæsilega framleiðsluaðstöðu sína í Clandeboye þar sem framleiddur er m.a. mozzarella ostur. Um hreint ótrúlega stóra framleiðsluaðstöðu er að ræða en árleg framleiðsla þar á osti dugar á 300 milljón flatbökur (pizza).
Ostur þessi mun víst allur ætlaður til notkunar í Asíu og Mið-Austurlöndum en eftirspurn þar, eftir osti til bræðslu í margskonar rétti, hefur stóraukist undanfarin ár. Alls munu 25 manns starfa við framleiðsluna en í afurðastöðinni er unnið allan sólarhringinn/SS