Beint í efni

Fonterra spáir verðlækkun á mjólk á ný

06.08.2010

Undanfarnar vikur hefur naut.is greint frá verðhækkunum á hrámjólk í mörgum löndum, í kjölfar hækkandi verðs á alþjóðamarkaði með mjólkurafurðir á þessu ári. Kúabændur víða um heim hafa brugðist við þessari stöðu og aukið framleiðslu sína og nú er svo komið að nýsjálenska afurðastöðin Fonterra hefur gefið út að mjólkurverð gæti sigið á ný fyrir árslok.

 

Skýringin felst í lækkandi verði á mjólkurdufti á uppboðsmarkaðinum í Nýja-Sjálandi í fyrradag og mjög sterkri stöðu nýsjálenska dollarsins. Kúabændur í Nýja-Sjálandi þekkja vel

verðsveiflur á mjólk og hafa til þessa verið fljótir að bregðast við breyttum aðstæðum og má því búast við því nú.

 

Með því að gefa strax út tilkynningu um mögulega breytingu á markaði, vonast forsvarsmenn Fonterra til þess að heldur dragi úr framleiðslu og með því móti takist að koma í veg fyrir mikla verðlækkun hrámjólkurinnar.