Fonterra sker niður
04.08.2015
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum lesanda naut.is að heimsmarkaðsverð mjólkurvara er í sögulegu lágmarki og það lægsta í áratug. Fyrir liggur að margir kúabændur í heiminum berjast í bökkum vegna lágs afurðastöðvaverðs en svo er að sjálfsögðu einnig með afurðastöðvarnar þeirra einnig. Þetta á einnig við um Fonterra í Nýja-Sjálandi, stærsta útflytjanda mjólkurvara í heiminum, og eftir mörg ár með stöðuga uppbyggingu hefur yfirstjórn félagsins nú gefið út að segja verði upp 523 manns svo unnt verði að mæta hinni erfiðu stöðu.
Eftir uppsagnartíma starfsmannanna mun Fonterra getað dregið launagreiðslur og tengd gjöld félagsins saman um nærri því fimm milljarða króna á ári, en fyrstu starfsmenn sem hætta, hætta nú í september/SS.