Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fonterra setti met í útflutningi

23.01.2012

Nýsjálenska afurðafélagið Fonterra sló eigið met í útflutningi mjólkurvara í nýliðnum mánuði þegar félagið flutti alls út 246 þúsund tonn af mjólkurvörum í þessum eina mánuði! Fyrra metið átti félagið einnig en það var sett í mars á síðasta ári þegar alls voru flutt út 229 þúsund tonn mjólkurvara í þeim mánuði. Heildar verðmæti útflutningsins í desemb er nam 1,3 milljörðum nýsjálenskra dollara eða nærri 1.300 milljörðum íslenskra króna og munar um minna fyrir efnahag landsins enda stendur félagið eitt og sér undir rúmlega fjórðungi alls útflutnings landsins.

 

Í fréttatilkynningu Fonterra segir að í desember hafi að jafnaði verið lokað gámahlerum á 2,7 mínútna fresti allan mánuðinn og að 546 gámar hafi verið fylltir á degi hverjum. Skýringin á þessum mikla útflutningi liggur meðal annars í því að meðal andfætlinga okkar hefur verið afar gott veður í haust og vetur og gras sprottið vel. Þetta góða tíðarfar hefur skilað nærri 10% aukinni innvigtun mjólkur helstu framleiðslumánuði landsins, þ.e. frá  september til nóvembers. Mest innvigtun á einum degi á þessum tímabili voru 80 milljónir lítra/SS.