Beint í efni

Fonterra og First milk í samstarf

16.09.2011

Afurðafélögin Fonterra frá Nýja-Sjálandi og First Milk frá Bretlandi hafa nú gert með sér samstarfssamning um framleiðslu á hágæða mysupróteinum. Með þessum samningi hefur Fonterra nú stigið stórt skref í markaðssetningu mjólkurvara sinna í Evrópu, en eins og kunnugt er þá er Fonterra lang stærsta félagið á hinum alþjóðlega mjólkurvörumarkaði með um 30% markaðshlutdeild heimsviðskiptanna.
 
Samkvæmt samningi félaganna verður í upphafi lögð áhersla á þróunarstarf og miðlun iðnþekkingar á milli þeirra með það að leiðarljósi að auka verðmæti próteinframleiðslulínu afurðastöð First Milk í Cumbria í Englandi. Hagur beggja er mikill í þessu samstarfi. Fonterra hefur náð einkar góðum árangri í að nýta mysuprótein og hækka framlegð við ostavinnslu og mun First Milk frá aðgengi að þeirri sérþekkingu, sem af mörgum er talin sú besta í heimi. Hagur Fonterra er hinsvegar fyrst og fremst að komast með „fótinn inn fyrir dyrnar“ innan Evrópusambandsins en markmið félagsins er að stórauka sölu í Evrópu.
 
Ástæða þess að Fonterra valdi að hefja samstarf við First Milk hefur ekki komið skýrt fram en líklegt má telja að félagið hafi orðið fyrir valinu vegna samsetningar sinnar en First Milk er, líkt og Fonterra, framleiðendasamvinnufélag kúabænda/SS.