Fonterra með neyðarlán til bænda
27.08.2015
Nýsjálenska afurðafélagið Fonterra hefur nú gefið út að það ætli að bjóða kúabændum upp á neyðarlán til þess að mæta tapi vegna lágs afurðaverðs. Félagið er með sterka eiginfjárstöðu og ætlar því að taka á með eigendum sínum og lána þeim vaxtarlaust 43 krónur á hvert framleitt kíló verðefna frá viðkomandi bændum.
Í tilkynningu Fonterra segir að þeir sem taki þetta lán þurfi ekki að greiða það til baka fyrr en afurðastöðvaverðið fer yfir 520 krónur á hvert kíló verðefna en í dag er afurðastöðvaverð Fonterra rétt um 334 krónur svo all nokkurt bil er upp í það markmið. Félagið áætlar að lána á þessum kjörum um 37-38 milljarða króna!/SS.