Beint í efni

Fonterra heldur áfram í Kína

23.04.2012

Fonterra hefur tilkynnt um áform sín um að byggja upp tvö kúabú í viðbót við þau þrjú sem félagið er þegar með í Kína. Þessi ákvörðun var kynnt þegar kúbú Fonterra Yutian Farm One var tekið í notkun fyrir skömmu. Öll þessi bú verða í Hebei héraði í austurhluta Kína.

 

Kúabúin eru öll afar stór en áætlað er að kúabúin fimm muni framleiða all sum 150 milljónir lítra mjólkur þegar frá líður. Talið er að árið 2020 verði mjólkurneyslan í Kína komin í um 70 milljarða lítra og er markmið Fonterra að með bæði eigin framleiðslu í Kína og innflutningi þá muni félagið selja um einn milljarð lítra til kínverskra neytenda árið 2020/SS.