Beint í efni

Fonterra fjárfestir í Sri Lanka

30.11.2015

Kúabúskapur í Sri Lanka í suðurhluta Asíu er all umfangsmikill, en þar er talið að séu um 300 þúsund kýr og 90 þúsund mjólkur-buffalóar. Í landinu búa um 20 milljónir manna í landinu en það er um 66 þúsund ferkílómetrar að stærð. Nýsjálenska afurðafélagið Fonterra hefur haft all sterkt tengsl við landið síðustu 35 ár og flutt þangað töluvert af mjólkurvörum en nú hefur félagið opnað eigin vinnslustöð í landinu.

 

Í vinnslustöð Fonterra starfa um 250 manns við það að pakka G-mjólk en afkastageta stöðvarinnar eru 475 þúsund pakkningar á dag! Þessi nýja afurðastöð kaupir mjólk af kúabændum í landinu og hefur verið tekið fagnandi. Samhliða sölunni á G-mjólk flytur Fonterra inn til landsins ýmsar vörur/SS.