Beint í efni

Fonterra eykur próteininnihald mysupróteins

02.03.2017

Einn af þeim mörkuðum mjólkurvara sem vex mest ár frá ári er próteinmarkaðurinn þ.e. sala á próteindufti eða próteinbættum drykkjum sem oftar en ekki fer til íþróttaiðkenda. Þessi markaður var talinn velta um 1.100 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári og nýsjálenska fyrirtækið Fonterra náði stórum hluta þessarar veltu til sín og það ekki síst vegna góðs árangurs sérstaks mjólkurduftsviðs fyrirtækisins sem kallast NZMP (New Zealand Milk Powder).

NZMP hefur á liðnum árum sérhæft sig í margskonar sérvörum sem unnar eru úr mjólkurdufti og nú er m.a. komið á markað sérstakt próteinduft sem inniheldur 10% meira prótein en annað hefðbundið mysuduft á markaðinum. Próteindufti þessu, sem selt er undir vörumerkinu SureProtein™, hefur þegar verið afar vel tekið í Bandaríkjunum sem er líklega mikilvægast af öllu þegar kemur að þróun á duftvörum úr mjólk enda eru framleiddar þar lang flestar próteinblöndurnar í heiminum, sem svo eru seldar íþróttaiðkendum víða um heim/SS.