Beint í efni

Fonterra eflir G-vöruframleiðsluna

28.02.2013

Fonterra kynnti í gær áform félagsins um enn eina fjárfestinguna á skömmum tíma en afar gott gengi hefur verið á mjólkurframleiðslunni í Nýja-Sjálandi undanfarið. Aukningu í mjólkurframleiðslu hefur Fonterra til þessa mætt með því að byggja upp öfluga aðstöðu til duftunar á mjólk, en nú hefur verið ákveðið að setja upp búnað til háhitameðhöndlunar mjólkur í Waitoa afurðastöðinni í Waikato.

 

Þessi nýja aðstaða mun tvöfalda afköst Fonterra við framleiðslu á G-mjólkurvörum á næstu árum en gríðarleg eftirspurn er eftir þessum vöruflokki í Ásíu. Til þess að hægt sé að auka framleiðslu félagsins jafn mikið á þessari gerð mjólkurvara og ætlað er, þarf að auka mjólkurframleiðsluna enn frekar. Það er sér í lagi ójafnvægi í framleiðslunni sem gerir nýtingu vélakostsins slakan, en á veturna í Nýja-Sjálandi er mjólkurframleiðslan í lágmarki enda byggir hún fyrst og fremst á beit. Þessu vill Fonterra breyta og stefnir því á að greiða hærra verð á vetrarmjólk frá hluta búanna, séu kúabændurnir tilbúnir til þess að gera bindandi framleiðslusamninga/SS.