Beint í efni

Fóðurverðlistar uppfærðir

27.08.2009

Verðlistar á fóðri hafa verið uppfærðir. Þá má sjá með því að smella hér. Verð á tonni 16% jurtapróteinblöndu er eftirfarandi: 55.619 kr hjá Fóðurblöndunni hf, 55.778 kr hjá Líflandi, 56.245 kr hjá Bústólpa ehf og 57.408 kr hjá SS. Verð á tonni af 16% blöndu með fiskipróteini er 63.154 hjá Fóðurblöndunni hf, 63.999 kr hjá Líflandi hf og 64.380 kr hjá Bústólpa ehf. Í öllum tilfellum er hér um að ræða verð með mesta magn- og staðgreiðsluafslætti og án flutnings.

Til að setja þessar tölur í samhengi, má benda á að meðal kúabú notar 40-50 tonn af kjarnfóðri á ári. Það kostar á bilinu 2,2-3,2 milljónir. Búgreinin í heild notar um 30.000 tonn árlega, það magn kostar hátt í tvo milljarða króna.