Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fóðurtollar lækkaðir

23.06.2006

Landbúnaðarráðuneytið hefur í dag ákveðið að afnema gjöld af innfluttum hráefnum til fóðurgerðar og lækka um helming toll af innfluttum fóðurblöndum, eins og fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins:

 

„Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið með reglugerð að afnema fóðurtoll á hráefni til fóðurgerðar og lækka um helming toll á fullbúnar fóðurblöndur þ.e. úr 7,80 kr./kg í 3,90 kr. á hvert kíló og tekur breytingin gildi þann 1. júlí n.k.

 

Með þessari breytingu lækka tollar á fóðri um 50 m.kr. á ári og hefur áhrif til samsvarandi lækkun á rekstrarkostnað þeirra búa sem háðar eru erlendu kjarnfóðri.

Breyting þessi er gerð m.a. í framhaldi af ályktun síðasta Búnaðarþings og aðalfundar Landssambands kúabænda, en þar var óskað eftir verulegri lækkun eða afnám fóðurtolla.

 

Landbúnaðarráðuneytinu, 23. júní 2006″.