Beint í efni

Fóðurtollar lækkaðir

23.06.2006

Landbúnaðarráðuneytið hefur í dag ákveðið að afnema gjöld af innfluttum hráefnum til fóðurgerðar og lækka um helming toll af innfluttum fóðurblöndum, eins og fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins:

 

„Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið með reglugerð að afnema fóðurtoll á hráefni til fóðurgerðar og lækka um helming toll á fullbúnar fóðurblöndur þ.e. úr 7,80 kr./kg í 3,90 kr. á hvert kíló og tekur breytingin gildi þann 1. júlí n.k.

 

Með þessari breytingu lækka tollar á fóðri um 50 m.kr. á ári og hefur áhrif til samsvarandi lækkun á rekstrarkostnað þeirra búa sem háðar eru erlendu kjarnfóðri.

Breyting þessi er gerð m.a. í framhaldi af ályktun síðasta Búnaðarþings og aðalfundar Landssambands kúabænda, en þar var óskað eftir verulegri lækkun eða afnám fóðurtolla.

 

Landbúnaðarráðuneytinu, 23. júní 2006″.