Beint í efni

Fóðurinnflutningur með eðlilegum hætti

17.10.2008

Eftirfarandi fréttatilkynning hefur borist frá Fóðurblöndunni hf.:

 

Í framhaldi af fréttaflutningi um yfirvofandi skort á hráefnum til fóðurgerðar vil ég taka það fram að innkaup á korni eru í eðlilegum farvegi og reikningar erlendis hafa verið greiddir. Í dag eru til hráefnabirgðir og fullunnar vörur sem nægja til 1 mánaðar sölu, sem er það magn sem eðlilegt er. Greiðslur til birgja erlendis eru í viðunandi horfi en taka skal fram að hráefni til fóðurgerðar eru í forgangi hjá Seðlabanka Íslands varðandi úthlutun á gjaldeyri sem tryggir okkur  greiðslu erlenda reikninga. Í dag er verið að losa hráefni til fóðurgerðar úr Írafossi og Laxfoss kemur til hafnar í dag með hráefni til fóðurgerðar.

Eyjólfur Sigurðsson  framkvæmdarstjóri Fóðurblöndunnar.

Nánari upplýsingar fást í  síma 570-9800

 

Sjá nánar á heimasíðu fyrirtækisins:

www.fodur.is