Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fóðurblandan og samstarfsaðilar stórlækka verð

28.12.2016

Fóðurblandan hefur sent frá sér fréttatilkynningu er varðar verðskrá á áburði en í henni kemur fram að Græðir lækkar um 25%: „Vegna hagstæðrar verðþróunar á áburðarhráefnum og hagstæðrar þróunar í gengismálum lækkar verð á Græði áburði um 25% frá síðasta ári.

Í fyrra lækkaði verðskráin um meira en 12%. Stórfelldar lækkanir síðustu tveggja ára eru sannarlega góð tíðindi fyrir bændur.

Sérhannaður og fosfórríkur áburður með háan vatnsleysanleika

Græðir áburður er hannaður fyrir íslenskar aðstæður. Áburðurinn er fosfórríkur og með háan vatnsleysanleika sem hentar vel aðstæðum á  Íslandi þar sem er kalt loftslag, stuttur vaxtatími og sérstök jarðvegsgerð krefst hærra fosfórsinnihalds.

Kalkríkar tegundir

Köfnunarefnið í Græði áburði er kalkríkara en hjá öðrum íslenskum innflytjendum áburðar. Köfnunarefnisáburðurinn inniheldur 8% kalsium (kalk) en það er  mikilvægt til þess að vinna gegn súrnun jarðvegs en súr jarðvegur eykur hættu á kalskemmdum. Rétt sýrustig jarðvegs tryggir bæði meiri uppskeru og betri heygæði.

Áburður án kadmium

Græðir áburður inniheldur ekki þungmálma eins og kadmium. Fosfórinn  í tegundum Græðis  er upprunninn frá Kola-skaga. Framleiðendur í Evrópu nota jafnan ódýran fosfór frá Norður Afríku sem inniheldur mikið af kadmium“.

Með því að smella hér getur þú nálgast áburðarverðskrá Fóðurblöndunnar og samstarfsaðila/SS.