Fóðurblandan lækkar kjarnfóðurverð um allt að 5%
03.04.2013
Svofelld tilkynning hefur borist frá Fóðurblöndunni hf:
„Fóður lækkar um allt að 5%, mismunandi eftir tegundum. Ástæðan er styrking íslensku krónunnar og lækkun á hráefnum til fóðurgerðar erlendis.
Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sigurðsson framkvæmdarstjóri í síma 570-9800″.