Fóðurblandan lækkar kjarnfóðurverð um 4% – mun hækka aftur í desember
12.11.2008
Eftirfarandi fréttatilkynning hefur borist frá Fóðurblöndunni hf:
„Lækkun hráefna á heimsmarkaði hefur verið meiri í erlendum gjaldmiðlun en sem nemur lækkun íslensku krónunnar gagnvart sömu gjaldmiðlum og mun Fóðurblandan þess vegna lækka allt fóður um 4% sem gildir frá og með deginum í dag (miðvikudagurinn 12.11.2008). Þetta nýja fóðurverð gildir á meðan hráefnabirgðir endast en því miður er ljóst að það mun hækka aftur í byrjun desember vegna þess að gengi íslensku krónunnar hefur haldið áfram að lækka.
Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sigurðsson framkvæmdarstjóri í síma 570-9800.“