
Fóðurblandan lækkar einnig verðið í dag
01.06.2017
Fóðurblandan hefur nú tilkynnt um verðlækkun á öllu kjarnfóðri um 1,5%. Lækkunin tekur gildi frá og með deginum í dag, 1.júní. Í tilkynningu Fóðurblöndunnar segir að lækkunina megi rekja til styrkingar krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum og að uppfærða verðskrá verði að finna á vef Fóðurblöndunnar, www.fodur.is, síðar dag.
Sömu sögu er að segja um þann verðlista sem við erum með hér á naut.is. Hann verður uppfærður þegar nánari upplýsingar berast/SS.