Beint í efni

Fóðurblandan lækkar einnig verð á kjarnfóðri!

30.12.2016

Fóðurblandan hefur nú tilkynnt um verðlækkun á kjarnfóðri mánudaginn 2. janúar nk. Lækkunin nemur um 2%, þó misjafnt eftir tegundum. Í fréttatilkynningu Fóðurblöndunnar segir að lækkunina megi rekja til styrkingu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þá kemur jafnframt fram að uppfærða verðskrá megi finna á vef Fóðurblöndunnar, www.fodur.is, á mánudaginn kemur/SS.