
Fóðurblandan lækkar einnig á mánudaginn
02.12.2016
Samkvæmt fréttatilkynningu frá Fóðurblöndunni mun verð á kjarnfóðri lækka hjá fyrirtækinu á mánudaginn kemur. Í tilkynningunni segir: „Viðskiptavinir Fóðurblöndunnar halda áfram að njóta góðs af styrkingu krónunnar. Lækkunin á fóðri nemur um 2% misjafnt eftir tegundum og tekur gildi mánudaginn 5.desember.
Eftir þessa nýjustu verðlækkun hefur verð á kúafóðri fyrirtækisins lækkað frá 21 til 26% á síðustu þremur árum.
Uppfærða verðskrá má finna á vef Fóðurblöndunnar, www.fodur.is síðar í dag.
Nánari upplýsingar veitir Úlfur Blandon Framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Fóðurblöndunnar“. /SS