Fóðurblandan lækkar áburðarverð um 12% – frír flutningur
05.01.2016
Fóðurblandan hefur í dag sent frá sér svofellda fréttatilkynningu:
Fóðurblandan hefur gefið út nýja áburðarverðskrá. Fyrirtækið birti verð þann 23. desember 2015, en vegna aðstæðna á markaði var ljóst að bregðast þurfti við. Fóðurblöndunni tókst að knýja fram frekari verðlækkun frá sínum birgjum og getur fyrir vikið boðið fram vöruskrá með 12% lægri verðum en í fyrra.
Fóðurblandan býður frían flutning frá afgreiðslustað, til þeirra sem panta 10 sekki eða fleiri og staðfesta sín kaup fyrir 31. janúar 2016.
Verðskráin gildir eins og áður til 31. janúar 2016 og er háð breytingum á gengi. Verðin miðast við gjalddaga 1.október eða greiðsludreifingu með 7 afborgunum frá maí–nóvember. Jafnframt er í boði staðgreiðsluafsláttur 5% ef greitt er 1.maí eða fyrirframgreiðsluafsláttur 8%.
Vöruskrá Fóðurblöndunnar byggir á formúlum Áburðarverksmiðjunnar, sem eru sérsniðnar að þörfum landbúnaðar á Íslandi. Við val á áburðartegundum voru fengnir okkur til aðstoðar helstu sérfræðingar landsins í jarðrækt og áburðarfræðum. Efnainnihald áburðarins byggir á rannsóknum sem gerðar voru á íslenskum jarðvegi og mælingum heysýna.
Einkenni NPK tegunda Áburðarverksmiðjunnar eru hátt gildi fosfórs og tiltölulega lágt gildi á kalí. Einkenni fjölkorna tegunda fyrirtækisins er hár vatnsleysanleiki. Hár vatnsleysanleiki er sérstaklega mikilvægur í köldu loftslagi og þar sem vaxtartíminn er stuttur eins og hér á Íslandi.
Fóðurblandan býður upp á fjölbreytt úrval af tegundum sem hannaðar voru með íslenskar aðstæður í huga. Fyrirtækið býður upp á bæði einkorna og fjölkorna áburð, fimm einkorna tegundir og átta fjölkorna tegundir.
Fóðurblandan hvetur viðskiptavini sína til þess að ganga frá pöntunum sem fyrst, með því að hafa samband við skrifstofu fyrirtækisins í síma 570-9800 eða einhvern af sölumönnum þess eða söluaðilum.
Verðskrá er að finna á www.fodur.is
Sölu- og samstarfsaðilar:
Fóðurblandan Reykjavík 570 9800
Bústólpi Akureyri 460 3350
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík 455 3100
Búrekstardeild KB Borgarnesi 430 5500
KVH Hvammstanga 455 2325
Verslunin Eyri Sauðárkróki 455 4626
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Þór Sigurðsson, forstöðumaður áburðarsvið í síma 570 -9810 eða í tölvupósti siggi@aburdur.is