Beint í efni

Fóðurblandan lækkar áburðarverð

22.02.2013

Í gær barst svofelld fréttatilkynning frá Fóðurblöndunni hf:

 

„Fóðurblandan hefur lækkað áburðarverð á nokkrum tegundum.

Meðfylgjandi er ný verðskrá áburðar fyrir 2013.

 

Vöru og verðskrá  áburðar fyrir árið 2013 liggur nú fyrir. Þeir sem panta fyrir 15. Mars eiga kost á vaxtalausum greiðslusamningi og flutningstilboði heim á hlað. Flutningstilboðið er óbreitt frá í fyrra eða 2.300 kr pr tonn án vsk.

 

Allar áburðartegundirnar eru unnar úr hágæðahráefnum sem eru framleidd með nýjustu tækni á sviði áburðarframleiðslu.

Sekkjun gengur vel og uppskipun á áburði hefst á afgreiðslustöðum um land allt í mars mánuði“.

 

 

Þær áburðartegundir sem lækka núna eru Græðir 8 22-7-12, sem nú kostar 86.301 kr/tonn en kostaði áður 90.842 kr/tonn, Græðir 9 27-6-6 kostar nú 84.446 en kostaði áður 88.446 kr/tonn, Fjölmóði 3 25-5 sem kostar nú 73.708 kr/tonn en kostaði áður 75.987 og Fjölgræðir 9b 25-9-8 sem kostar nú  88.835 kr/tonn en kostaði í fyrri verðskrá félagsins 90.371 kr/tonn. Í öllum tilfellum er miðað við verð með magn- og staðgreiðsluafslætti./BHB 

 

Áburðarverðskrá Fóðurblöndunnar 21. febrúar 2013

 

Vöruskrá Fóðurblöndunnar á áburði 2013