Beint í efni

Fóðurblandan hf. hækkar fóðurflutninga um 5%

07.01.2010

Svosem stundum áður eru fóðurfyrirtæki þessa lands þokkalega samstíga í verðhækkunum. Í dag tilkynnir Fóðurblandan hf um 5% hækkun á flutningum fóðurs og tekur hækkunin gildi miðvikudaginn 13. janúar n.k. Tilgreind ástæða hækkananna er „vegna aukins rekstrarkostnaðar og kostnaðarhækkana við rekstur bifreiða“.