Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fóðurblandan hækkar verð á kjarnfóðri

14.06.2018

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Fóðurblöndunnar hækkaði verðskrá á kjarnfóðri þann 11. maí síðastliðinn. Skýringin er sögð felast í hækkun á heimsmarkaðsverði á soyjamjöli og öðrum hráefnum og nemur hækkunin 1-2% eftir því um hvaða tegundir af tilbúnu fóðri er að ræða. Tvær blöndur hækka ekki í verði en það eru blöndurnar „Feitur KK 16“ og „Feitur KK 20“. Þá hefur staðgreiðsluafsláttur, við kaup á þremur tonnum eða meira, verið hækkaður úr 4% í 5%.

Verðskrá naut.is á kjarnfóðri hefur verið uppfærð til samræmis við þessa breytingu og er hægt að fara beint yfir á vefsíðuna með því að smella hér. Við hvetjum kúabændur til þess að bera saman verð á tilbúnu fóðri með því að skoða vel verðskrána/SS.