Beint í efni

Fóðurblandan hækkar verð

06.02.2018

Í gær, mánudaginn 5. febrúar, hækkaði Fóðurblandan verð á kjarnfóðri fyrirtækisins um 2%. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að skýringin á verðhækkuninni felist í hækkun á sojamjöli, fiskimjöli og vítamínum.

Landssamband kúabænda heldur úti verðsamanburðarsíðu fyrir kúabændur landsins svo þeir geti á einum stað séð alla gildandi verðlista þeirra sem selja kjarnfóður hér á landi. Þessi verðskrá er uppfærð um leið og fyrirtækin senda upplýsingar um verðbreytingar til LK. Með því að smella hér getur þú skoðað og borið saman fóðurverðið/SS.