Beint í efni

Fóðurblandan hækkar verð

22.08.2009

Fóðurblandan birti í gær eftirfarandi fréttatilkynningu á heimasíðu sinni:

 

„Fóðurblandan mun hækka allt tilbúið fóður um 0 – 4% misjafnt eftir tegundum. Hækkunin tekur í gildi þann 24.ágúst n.k. Ástæða hækkuninnar er hækkun á hráefnum erlendis og veikt gengi íslensku krónunnar. Allt fóður sem fyrirtækið selur er íslensk framleiðsla en fyrirtækið notar til sinnar framleiðslu innlend hráefni ásamt innfluttu hráefni frá Evrópu og Ameríku.

Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sigurðsson framkvæmdarstjóri í síma 570-9800.

Fóðurblandan notar eins mikið af íslensku hráefni í fóðurblöndur og völ er á. Því miður er ekki hægt að fá öll þau hráefni sem þörf er á hér á landi og þess vegna er stór hluti hráefnanna innfluttur. Dæmi um innlend hráefni: fiskimjöl, lýsi, skeljasandur,  rækjuskel og hveitiklíð.Fóðurblandan leitast við að kaupa vörur og þjónustu innanlands til að leggja sitt af mörkum til að byggja upp og styrkja íslenskt efnahagslífi. Aukin byggrækt innanlands mun auka þátt íslenskra hráefna í innlendum fóðurblöndum og vonandi verður hægt að auka hlut íslenskra hráefna með aukinni kornrækt innanlands á næstu misserum.“

 

Verðlistar á fóðri hér á naut.is verða uppfærðir um leið og þeir liggja fyrir.