Beint í efni

Fóðurblandan eflir netverslun sína

17.11.2012

Ný og endurbætt heimasíða Fóðurblöndunnar er nú komin í loftið en hún er aðgengileg á www.fodur.is. Að sögn forsvarsmanna Fóðurblöndunnar verður lögð aukin áhersla á netverslun á nýju síðunni og kappkostað að veita sem bestar upplýsingar um vörur sem Fóðurblandan hefur á boðstólum.

 

Um 1.000 vörur hafa nú þegar verið settar inn í netverslunina og geta viðskiptavinir pantað þær og fengið sendar hvert á land sem er. „Með nýju vefsíðunni er komið til móts við þá viðskiptavini sem kjósa að sinna viðskiptum sínum í auknum mæli yfir á netið. Þetta er liður í því að auka þjónustu fyrirtækisins. Þarna geta viðskiptavinir séð hið mikla vöruúrval sem fyrirtækið er með og borið saman verð og gæði,“ segir Pétur Pétursson, sölustjóri Fóðurblöndunnar/SS.