Fóðurblandan birtir áburðarverð – 13 til 17% hækkun milli ára
17.02.2011
Fóðurblandan birti í fyrradag áburðarverðskrá á vef félagsins. Eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan, hækka velflestar tegundir um 13,7% milli ára, nema Fjölgræðir 7 sem hækkar um 17,3% frá því í fyrra. Í báðum tilfellum, 2010 og 2011, er um að ræða verð með pöntunar- og staðgreiðsluafslætti. Verðskrá félagsins er að finna hér og vöruskrá er að finna hér.
Tegund | Verð, kr pr. tonn 2010 | Verð, kr pr. tonn 2011 | Hækkun |
Magni 1 N-27 | 54.495 | 61.922 | 13,6% |
Magni S N-27 | ekki í boði 2010 | 66.121 | |
Græðir 1 12-12-17 | 92.453 | 104.517 | 13,0% |
Græðir 8 22-7-12 | 68.985 | 78.395 | 13,6% |
Græðir 9 27-6-6 | 67.410 | 76.632 | 13,7% |
Fjölmóði 2 23-12 | 65.048 | 73.983 | 13,7% |
Fjölmóði 3 25-5 | 61.425 | 69.821 | 13,7% |
Fjölgræðir 5 17-15-12 | 75.128 | 85.388 | 13,7% |
Fjölgræðir 6 22-11-11 | 73.553 | 83.635 | 13,7% |
Fjölgræðir 7 22-14-9 | 74.025 | 86.799 | 17,3% |
Fjölgræðir 9 25-9-8 | 69.930 | 79.544 | 13,7% |