Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Flytja 100 þúsund kýr til landsins í einu

03.05.2012

Það hefur legið fyrir lengi, það vantar mjólkurvörur í Kína. Nú hafa þarlendir gripið til nýrra lausna og hafa keypt 100 þúsund mjólkurkýr til þess að efla framleiðsluna. Kýrnar munu koma frá Úrúgvæ, Ástralíu og Nýja-Sjálandi og verða fluttar með gripaflutningaskipum eins og við höfum áður sagt frá hér á naut.is í desember (smelltu hér til þess að lesa þá frétt). Sérstaða við þessa flutninga eru þó áætlanir Kínverja um að gera þetta allt í einu og fá samtímis til landsins þessi gríðarstóru gripaflutningaskip.

 

Samkvæmt frétt í Wall Street Journal verða þetta umsvifamestu lífdýraflutningar á sjó sem sögur fara af. Kínverjar hafa þónokkra reynslu af kaupum á kynbótagripum með þessum hætti, en síðustu þrjú ár hafa verið fluttar til landsins um 250 þúsund kvígur.

 

Í Kína eru fyrir uþb. 12 milljón kýr en meðalnyt þeirra er afar lág en batnar væntanlega verulega við kaupin á mjólkurkúnum/SS.