Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Flugeldar og velferð dýra

29.12.2016

Um hver áramót er fólk minnt á að taka tillit til dýranna þegar gamla árið er hvatt með flugeldum. Sprengingar og hávaði geta valdið mikilli hræðslu hjá skepnum en mörg dæmi eru um að t.d. hross hafi fælst á gamlárskvöld. Við slíkar aðstæður geta dýr valdið slysum á sjálfum sér og öðrum. Bændasamtökin hvetja allan almenning að fyrirbyggja slys með því að fara varlega með flugelda um áramótin og sýna tillitssemi þar sem skepnur eru nærri. Búfjáreigendur eru jafnframt hvattir til þess að gera þær ráðstafanir sem þarf til að lágmarka slysahættu.

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar sem ágætt er að renna yfir og styðjast við. Hér á eftir eru nokkrir punktar:    

 • Hestum sem komnir eru á gjöf í hesthúsum skal gefið vel, hafa ljósin kveikt og útvarp í gangi. 
 • Gott er að gefa hestum vel sem eru á útigangi og halda þeim á kunnuglegum slóðum, þar sem þau fara sér síður að voða ef hræðsla grípur þá. Ef hægt er að setja hesta inn er það öruggast.
 • Eigendur ættu helst að fylgjast með hestunum ef því er komið við, eða alla vega vitja þeirra sem fyrst eftir lætin.
 • Gæludýr: Í þéttbýli er best er að halda köttum alveg inni dagana í kringum áramót og hafa hunda alltaf í taumi þegar þeim er hleypt út, þó það sé bara út í garð.
 • Hunda er best að viðra vel árla dags í birtu svo þeir verði þreyttir um kvöldið og ef þeir eru mjög hræddir þá gjarna viðra fyrir utan bæinn.
 • Dýr sem sýna mikla hræðslu ber ekki að skilja eftir ein. Misjafnt er hvort hrædd gæludýr vilja félagsskap eigandans eða hvort þau vilji skríða í felur. Ef þeim líður betur í felum skildi maður leyfa þeim það. Allra mikilvægast er að dýrin sleppi ekki út. 
 • Þegar það versta gengur yfir ber að að halda dýrunum inni, gjarnan í rými sem þau þekkja, loka og byrgja glugga og hafa tónlist í gangi. Yfirleitt er best að hafa ljósin kveikt, til að draga úr ljósaglömpum.
 • Ef ofangreint er ekki talið nægjanlegt, þá er gæludýraeigendum ráðlagt að tala við sinn dýralækni vel tímanlega fyrir áramót og fá ráðleggingar. Hægt er að fá lyfseðil fyrir kvíðadempandi lyf. Varað er við að gefa dýrum nokkur lyf nema í samráði við dýralækni.
 • Þó hundar virðist rólegir skyldi ekki taka hundana með út, hvorki á brennur né til að skjóta flugeldum.
 • Ungum dýrum sem eru að upplifa sín fyrstu áramót þarf að sýna sérstaka aðgát.
 • Allra mikilvægast er alltaf að dýrin séu í öruggu umhverfi og njóti stuðnings eiganda sinna.