Beint í efni

Flokkun nautakjöts 2011 – meira í úrval – möguleikar til aukningar?

24.01.2012

Landssamband kúabænda hefur aflað upplýsinga frá Landssamtökum sláturleyfishafa um flokkun á nautakjöti árið 2011. Alls komu til slátrunar á liðnu ári 21.118 gripir, sem er 1% minna en 2010. Í töflunni hér að neðan má sjá samanburð helstu flokka nautgripakjöts, fjölda gripa, magn kjöts og meðalþyngd skrokka á liðnu ári, í samanburði við árið 2010. Það sem vekur helst athygli er að í fyrra fór mun hærra hlutfall skrokka í UN úrval en árið áður, munar þar um 45%. Þá voru UN 1 skrokkar heldur léttari í fyrra en 2010, sem bendir til þess að verið sé að slátra gripunum ívið yngri en áður. Lausleg áætlun sýnir að heildar verðmæti nautakjötsframleiðslunnar hafi verið 1,9 milljarðar króna árið 2011.

                                                                                                                                                                              

 
Gripir fj.
Gripir fj.
 
Framl. tn.
Framl. tn.
 
Meðalþ. kg
Meðalþ. kg
 
 
2010
2011
Br.
2010
2011
Br.
2010
2011
Br.
UK
3.329
3.053
-8,3%
63,2
58,2
-7,9%
19,0
19,1
0,4%
AK
126
217
72,2%
11,2
15,1
34,9%
88,8
69,6
-21,7%
UN úrval
662
958
44,7%
185,4
263,2
41,9%
280,2
274,8
-1,9%
UN 1
8.501
8.264
-2,8%
1.937,8
1.858,2
-4,1%
228,0
224,9
-1,4%
UN 2
453
488
7,7%
65,8
68,6
4,3%
145,2
140,6
-3,2%
N
4
34
750%
1,5
9,3
513,7%
378,8
273,4
-27,8%
K 1 U
1.717
1.823
6,2%
326,7
346,2
6,0%
190,3
189,9
-0,2%
K
6.540
6.281
-4,0%
1.299,6
1.239,3
-4,6%
198,7
197,3
-0,7%
Alls
21.332
21.118
-1,0%
3.891,3
3.858,2
-0,9%
182,4
182,7
0,2%

 

Eins og áður hefur komið fram hér á naut.is var innflutningur nautakjöts verulega mikill á sl. ári, eða 418 tonn fyrstu 11 mánuði ársins. CIF verðmæti þess innflutnings er hátt í hálfur milljarður króna. Því er eðlilegt að velta fyrir sér hvaða möguleikar eru til að auka framleiðsluna? Væru allir smákálfar sem lógað var sem slíkir, settir á og meðalfallþungi og dreifing þeirra í UN úrval, UN 1 og UN 2 væri með sama hætti og nú er, væri hægt að auka framleiðsluna um 630 tonn. Miðað við 68% nýtingarhlutfall, eins og niðurstöður tilrauna hafa sýnt, skila þessi 630 tonn af skrokkum um 430 tonnum af kjöti. Það dugar varla til að koma til móts við innflutninginn, þar sem hann er nær allur kjöt án beina. Vitanlega er óraunhæft að ætla að hver einasti kálfur verði settur á, þó svigrúmið til aukins ásetnings sé talsvert. Þar ræður mestu mat hvers og eins bónda á afkomu nautakjötsframleiðslunnar, aðgengi að gróffóðri o.s.frv. Aukin og bætt ráðgjöf á sviði nautakjötsframleiðslunnar gæti einnig skilað framleiðsluaukningu, bættri flokkun og auknum fallþunga. Eins og fram kom á haustfundum LK fyrir skemmstu, er framlegð holdakynjanna miklu meiri en landnámsgripanna vegna betri fóðurnýtingar og meiri vaxtarhraða. Því skiptir miklu að svigrúm skapist fyrir meiri notkun holdakynjanna en nú er. Verið er að vinna að endurnýjun erfðaefnis þeirra sem skapar möguleika á þessu sviði. Þá er ótalinn sá möguleiki að bæta holdsöfnunareiginleika mjólkurkúakynsins en til þessa hefur kjötframleiðslan ekki verið hluti af ræktunarmarkmiðinu í stofninum. Líklega myndu öflugar aðgerðir á því sviði skila mestu til aukningar á hagkvæmni nautakjötsframleiðslunnar, af þeim valkostum sem hér eru nefndir./BHB