Beint í efni

Flóð á maísbeltinu í USA

16.06.2008

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur rignt meira en góðu hófi gegnir á maísbeltinu í Bandaríkjunum undanfarna daga, svo mikið að flóðgarðar hafa brostið á nokkrum stöðum. Hefur þetta leitt til verðhækkana á maís, þar sem líkur eru á að sá verði að nýju í eitthvað af ökrum, með tilheyrandi uppskerutapi. 

Eins og sjá má á myndinni hér að neðan, sem tekin er af vefmyndavélinni Corncam.com, eru akrar í Iowa blautir mjög. Hægt er að fylgjast með þróun uppskerunnar þar vestra á myndavélinni, en myndirnar eru uppfærðar nokkrum sinnum á klukkutíma.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimild: vefsíða Iowa Farmer Today.