
Flestir kúabændur hafa keypt eða selt greiðslumark á síðustu 10 árum
29.10.2003
Um þessar mundir fer fram undirbúningsvinna vegna væntanlegra samningaviðræðna bænda og ríkis um nýjan mjólkursamning. Í tengslum við undirbúninginn, hafa verið teknar saman fjölmargar upplsýsingar, s.s. um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur sl. 10 ár. Fram kemur í gögnunum að á þessu árabili hafa aðilaskipti með greiðslumark orðið á um 43,6 milljónum lítra. Jafnframt vekur athygli að einungis 140 bú, af 1.500 búum sem voru í upphafi tímabilsins, hafa hvorki keypt eða selt greiðslumark á tímabilinu.