Beint í efni

Fleiri lönd taka upp kvótamarkað

10.08.2006

Danmörk var fyrsta landið til að taka upp kvótamarkað árið 1998. Þýskaland fylgdi í kjölfarið tveimur árum síðar. Frá og með næsta hausti verður slíkt fyrirkomulag einnig við lýði í Frakklandi og Írlandi. Það er mat Dana að markaðsfyrirkomulagið í viðskiptum með kvóta hafi stuðlað að hagstæðustu þróun mjólkurframleiðslunnar þar í landi – samanborið við mörg önnur – og því hafa fleiri lönd tekið Dani sér til fyrirmyndar í þessum efnum.

Í Frakklandi hefur hin síðari ár verið opinber úthlutun á kvóta á lágu verði til að lágmarka fjármagnsbindingu í honum. Þetta hefur komið niður á þróuninni í franskri mjólkurframleiðslu og hefur bitnað á samkeppnishæfni mjólkurframleiðslunnar þar. Öflugri framleiðslueiningar í Norður- og Vesturhluta landsins hafa ekki getað fengið þann kvóta sem þær þurfa á að halda. Því verður gerð tilraun með kvótamarkað í haust.

 

Á Írlandi hafa viðskipti með kvóta verið lítil til þessa og verða fyrstu viðskipti á honum í desember n.k. Í upphafi verður s.k. „verðleiðrétting“ (d. priskorridor) sem þýðir að tilboðum sem víkja mjög langt frá jafnvægisverði er vísað frá. Þá er bændum ekki frjálst að kaupa ótakmarkað magn. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að verðið fari ekki með himinskautum til að byrja með.

 

Heimild: www.maelkeudvalget.dk