Fleiri handteknir með mjólkurduft en eiturlyf
14.05.2013
Frá 1. mars sl. hafa yfirvöld í Hong Kong handtekið fjölda fólks sem reynt hefur að smygla barnamjólkurdufti til Kína og á tveimur mánuðum hafa rúmlega 1.000 verið handteknir við þessa iðju en til samanburðar má geta þess að allt árið 2012 voru 500 manns handteknir við eiturlyfjasmygl.
Alls hafa 9,3 tonn af mjólkurduftblöndu verið gerð upptæk en óheimilt er að flytja mikið magn af ungbarnamjólkurdufti frá Hong Kong vegna skorts þar á þessari munaðarvöru. Vegna ástandsins í Hong Kong og samhliða mikillar eftirspurnar frá Kína hefur markið verið sett við 1,8 kg af mjólkurdufti pr. mann sem fer yfir landamærin. Viðurlögin eru jafnframt gríðarlega hörð fari magnið yfir 1,8 kg: allt að tveggja ára fangelsi eða gríðarlega há sekt. Hátt verð á svarta markaðinum í Kína á mjólkurdufti virðist hinsvegar freista margra, þrátt fyrir framangreinda áhættu/SS.