Fleiri börn í Kína = meiri mjólk!
18.11.2015
Eins og fram kom í fréttum nýverið hefur verið tilkynnt um það í Kína að „einnar barns stefnan“, sem sett var í landinu árið 1979, verður afnumin í mars á næsta ári. Þetta þýðir s.s. að nú mega allir foreldrar eignast fleiri en eitt barn, en áður var það svo að einungis systkinalaus pör máttu eignast tvö börn. Þjóðin er að eldast og fyrirséð er að ef börnum fjölgar ekki, þá mun vanta fólk til þess að sjá fyrir þeim sem eldri eru í framtíðinni.
Þessi breyting á reglum í Kína hefur vakið bjartsýni hjá kúabændum víða um heim, enda fer stór hluti innflutnings mjólkurvara til Kína í ungabörnin í formi upphrærðrar mjólkur. Nú hillir í að veruleg auking verði á sölu á mjólkurdufti í Kína, sem væntanlega mun hafa jákvæð áhrif á heimsmarkaðsverð mjólkurvara/SS.