Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fleiri afurðafélög taka upp sjálfbærnistefnu

12.04.2019

Undanfarna mánuði hafa fleiri og fleiri afurðafélög og -fyrirtæki, sér í lagi í Evrópu, markað sér skýra stefnu varðandi umhverfismál og hefur áhersla þeirra verið lögð á að draga úr að hluta til eða öllu leyti umhverfisáhrifum við frumframleiðsluna, vinnsluna og sölu mjólkurvaranna. Þannig horfa fleiri og fleiri til þess að gera sótspor framleiðslunnar að engu og taka upp sjálfbærni við framleiðsluhætti. Nú hefur enn eitt afurðafélagið tekið ákvörðun um að fara þessa leið en það er hollenska félagið FrieslandCampina. Félagið ætlar nú að byggja nýja afurðastöð sem verði að fullu sjálfbær.

Í hinni nýju afurðastöð mun félagið framleiða ferskar mjólkurvörur, sérvinna sérstök hráefni úr mjólkinni sem og að framleiða ost. Með þessari afurðastöð ætlar félagið að mæta vaxandi eftirspurn ákveðins hóps neytenda sem setur sótspor framleiðslunnar í forgang við val á mjólkurvörum en talið er víst að þessi hópur neytenda muni vaxa verulega í Evrópu á komandi árum.

FrieslandCampina hefur ekki gefið upp hvernig staðið verði að framkvæmdinni, né hvernig félagið ætli að tryggja að um fulla sjálfbærni verði að ræða/SS.