Fjósastörf í beinni útsendingu!
29.08.2016
Norska ríkissjónvarpið, NRK, hefur í dag sýningu beint úr fjósinu þeirra Hans Ulberg og Solveig sem búa á Suður Fróni í Guðbrandsdal. NRK hefur komið fyrir fjórum upptökuvélum og geta áhorfendur sjálfir valið hvaða myndavél á að horfa á. Alls verður þessi beina útsending úr fjósinu í 12 daga samfleytt en um sk. „slow-TV“ er að ræða, þ.e. hinni beinu útsendingu er ekki beint stjórnað né leikstýrt með nokkrum hætti en þó verður boðið upp á fjósastúdíó klukkan 14 að norskum tíma dag hvern eða 12 á hádegi hér hjá okkur. Hvar þar verður tekið fyrir er óvíst en væntanlega verður farið yfir fjósverkin með einum eða öðrum hætti.
Eins og áður segir hefst útsendingin í dag, nánar tiltekið klukkan 10 að norskum tíma eða klukkan átta hjá okkur. Hægt er að kíkja í norska fjósið með því að heimsækja heimasíðu NRK: https://www.nrk.no/fjos/
/SS