Beint í efni

Fjósameistari / Nautahirðir óskast til starfa

15.07.2011

Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði auglýsir eftir umsóknum um starf fjósameistara - nautahirðis.

Starfið felst m.a. í eftirtöldum þáttum:
• fóðrun og daglegri umhirðu ungkálfa og sæðinganauta
• vinnu við sæðistöku, afgreiðslu á sæði og umsjón með sæðisbirgðum
• daglegum þrifum, almennu viðhaldi og viðgerðum
• helgarafleysingum
• afgreiðslu á rekstrarvörum til sæðinga og köfnunarefni
• aðdráttum kálfa frá bændum og ýmsum fleiri verkum

Við leitum að áhugasömum og drífandi starfsmanni, konu eða karli, sem er fær um að starfa sjálfstætt og er reiðubúinn að takast á hendur fjölbreytt verkefni. Færni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.

Umsækjendur skulu hafa lokið búfræðiprófi og þurfa auk þess að hafa reynslu í búfjárrækt, búfjárhirðingu og fóðrun. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. en ráðið verður í starfið frá 1. september.

Umsækjendur geta sótt um starfið hér á vef Bændasamtakanna en einnig er unnt að senda skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá og meðmælum til Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, Hesti, 311 Borgarnesi eða í tölvupósti á netfangið bull@emax.is. Hægt er að senda fyrirspurnir um starfið á sama netfang. Upplýsingar eru einnig veittar í gegnum síma í 896-1073.