Beint í efni

Fjörmjólkin kemur nú á markað í fernum með tappa

21.06.2011

Nú er hafin framleiðsla á Fjörmjólk í fernum með skrúfuðum tappa. Ennfremur hefur verið frískað upp á umbúðahönnun sem verður þó með sama yfirbragði og fyrr. Fjörmjólk hefur verið á markaði síðan í október 1993 og notið mikilla vinsælda, enda fitulaus,  kalkrík og einstaklega bragðgóð mjólk.

 

Fjörmjólkin inniheldur aðeins 0,3% fitu. Hún inniheldur meira af próteinum og kalki en önnur mjólk. Í hana er bætt A- og D-vítamíni. D-vítamín er mikilvægt vítamín sem skortir almennt í fæði Íslendinga. Meðal hlutverka þess er að hjálpa til við að vinna kalk úr fæðunni, og hentar því vel að bæta því í vöru sem er í grunninn kalkrík eins og Fjörmjólkin er.

 

Kalkið styrkir beinin og verndar tennurnar og getur ásamt D-vítamíni minnkað líkur á beinþynningu á efri árum/SS – fréttatilkynning.