Fjórða hækkunin í röð á GDT
08.10.2015
Í fyrradag hækkaði enn heimsmarkaðsverð mjólkurafurða þegar fram fór uppboð á uppboðsmarkaðinum GDT (Global Dairy Trade). Að þessu sinni nam meðalhækkunin um 13% frá síðasta uppboði. Enn eru því að berast jákvæð tíðindi af hinum annars þungt haldna alþjóðlega mjólkurvörumarkaði.
Þrátt fyrir hækkunina nú er meðalverð mjólkurvara á alþjóðlegum markaði enn langt undir því sem var þegar best lét í byrjun árs 2014 og stendur nú sk. GDT stuðull (útreiknað gengi mjólkurvara) í 837 stigum sem er um 56% af GDT stuðlinum þegar verðið var hæst. Lægst hefur þessi stuðull farið í 514 stig fyrr á þessu ári, sem er lægsta gengi á GDT stuðlinum í 10 ár/SS