Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fjórða hækkunin í röð á GDT

08.10.2015

Í fyrradag hækkaði enn heimsmarkaðsverð mjólkurafurða þegar fram fór uppboð á  uppboðsmarkaðinum GDT (Global Dairy Trade). Að þessu sinni nam meðalhækkunin um 13% frá síðasta uppboði. Enn eru því að berast jákvæð tíðindi af hinum annars þungt haldna alþjóðlega mjólkurvörumarkaði.

 

Þrátt fyrir hækkunina nú er meðalverð mjólkurvara á alþjóðlegum markaði enn langt undir því sem var þegar best lét í byrjun árs 2014 og stendur nú sk. GDT stuðull (útreiknað gengi mjólkurvara) í 837 stigum sem er um 56% af GDT stuðlinum þegar verðið var hæst. Lægst hefur þessi stuðull farið í 514 stig fyrr á þessu ári, sem er lægsta gengi á GDT stuðlinum í 10 ár/SS