Fjölmennur haustfundur LK í Þingborg
15.10.2010
Um 90 manns sóttu fyrsta haustfund Landssambands kúabænda í Þingborg í gærkvöldi. Framsögumenn á fundinum voru Sigurður Loftsson, formaður og Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri. Guðbjörg Jónsdóttir á Læk stýrði umræðum að framsögum loknum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem var sérstakur boðsgestur fundarins mætti ekki, og boðaði ekki forföll. Þykir Landssambandi kúabænda það mjög miður.
Sigurður fór yfir framleiðslu- og sölumál mjólkur, um 690 greiðslumarkshafar er í greininni núna. Gat um helstu þætti úflutningsmála, vakti athygli á verðhækkun sem tekið hefur gildi fyrir umframmjólk nú í október. Þó svo hafi heldur dregið úr framleiðslu mjólkur þá eru engar líkur á skorti á mjólk á markaðinn.
Fór yfir framleiðslumál nautakjöts, engir biðlistar í slátrun, ásetningur virðist nokkuð minni á þessu ári en því síðasta og því vísbendingar um að eftir ákveðinn fjölda missera verði skortur á innlendu nautakjöti á markaðinn. 8,5% verðhækkun varð í sumar á nautgripakjöti.
Ræddi verðlagsmál mjólk og fór yfir störf
verðlagsnefndar búvöru en hækkunarþörf virðist vera núna um 6,15 kr/l. Leiðrétting á fjármagnsliðum geymd frá 1. apríl 2008, en ekki gleymd. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er gert er ráð fyrir að að greiðslur ríkisins verði engar inn í Lífeyrissjóð bænda, rætt er um að ná þessu inn í verðlagsgrundvöll.
Sagði frá skipan milliþinganefndar Búnaðarþings um búnaðargjald og verkefni nefndarinnar, ekki síst eftir að iðnaðarmálagjald var dæmt ólögmætt af mannréttindadómstól Evrópu.
Ræddi tillögur að breytingu á búvörulögum og hvernig þau mál voru rædd í fjölmiðlum. Það ákvæði sem frumvarpið varð mest umrætt var ákvæði gildandi laga um að „taki mjólkursamlag við mjólk umfram greiðslumark framleiðanda sem verður utan heildargreiðslumarks við lokauppgjör skal samsvarandi magn mjólkurafurða markaðsfært erlendis á ábyrgð mjólkursamlags og framleiðanda“. Breytingarnar í sumar sneru að því að gera eftirfylgni þessa ákvæðis mögulega.
Ræddi þá umræðu sem varð í fjölmiðlum í kjölfar framlagningar frumvarpsins og gat um þau atriði sem LK lagði áherslu á að koma á framfæri.
Fjallaði næst um framkvæmd núgildandi mjólkursamning og þær breytingar sem gerðar voru vorið 2009. Þá samþykktu kúabændur ákveðnar skerðingar á upphaflegum samningi sem gætu numið rúmum milljarði króna fram til ársloka 2011.
Ræddi síðan tillögur frá stjórn LK um breytingar á C-greiðslum í þá veru að koma inn C-greiðslu á júlí og ágúst en greiðslur vegna janúar og febrúar falli út. Taka þarf ákvörðun um þessa skiptingu um næstu mánaðarmót m.t.t. næsta verðlagsárs.
Fjallaði síðan um skuldastöðu og lánamál bænda. Sérstaklega eftir niðurstöðu Hæstaréttar um gengisbundin lán. Sértækar aðgerðir hafa gengið hægt, sérstaklega hjá Landsbankanum en Arionbanki hefur þó lokið nokkrum málum. Leið Landsbankas í sértækum úrlausnum er einnig mun óhagstæðarin en hjá Arion banka.
Baldur Helgi vakti athygli á samþykkt síðasta aðalfundar LK um kvótamarkað. Ráðherra brást hratt við og setti reglugerð um málið í maí á þessu ári. Rakti forsendur þessa nýja fyrirkomulags, markmiðið er er að draga úr kostnaði greinarinnar vegna kvótakerfisins, gera viðskipti gagnsærri og jafna aðstöðu framleiðenda til að eiga viðskipti með greiðslumark. Meðsetningu reglugerðarinnar, stöðvaði ráðherra samhliða öll viðskipti með mjólkurkvóta út árið 2010 við mikla óánægju kúabænda.
Undirbúningur að nýju fyrirkomulagi hefur gengið vel, miðað er við að markaðsdagar verði einungis tveir á hverju verðlagsári en LK hefur lagt áherslu að fá þriðja daginn inn í reglugerðina. Fór síðan yfir hvernig markaðurinn gæti virkað út frá tilbúnu dæmi.
Baldur ræddi síðan stefnumörkun síðasta aðalfundar LK um lækkun framleiðslukostnaðar um 35% á næstu 10 árum , fjallaði síðan um það starf sem þegar er farið af stað til að ná þessu markmiði, m.a. varðandi bústjórnarleg atriði, um erfðaframfarir í kúastofninum og síðan um möguleg áhrif af nýju kúakyni til lækkunar kostnaði. Til að ná enn frekari lækkun þarf að fara í kvótakerfið og verðlagningarfyrirkomulagið. Þá er mikið fjármagn bundið í mjólkurframleiðslunni en hæg velta. Skoða þarf þá þætti sérstaklega.
Ræddi því næst vinnu vegna aðildarumsóknar að ESB. Þórólfur Sveinsson hefur skilað áfangaskýrslu um áhrif á íslenska nautgriparækt ef til kæmi aðild að ESB. Ljóst að ef tollvernd fellur niður þá hefði það gífurleg áhrif ef ekki kæmi til verulegra aðlögunar fyrir innlenda framleiðendur, yfir lengri tíma. Á fullveldisdaginn 2009 var skipaður 30 manna samningahópur um landbúnaðarmál. Hópurinn hefur fundað 8 sinnum og hefur nú skilað greinargerð hópsins til aðalsamninganefndar. Ljóst að gjörbreyta þyrfti öllum lögum sem varða framkvæmd landbúnaðarkerfisins á Íslandi og gera þyrfti grundvallarbreytingar á stjórnsýslu landbúnaðarmála.
Þá ræddi Baldur tryggingarmál og þá vinnu LK sem er í gangi varðandi þau mál í samvinnu við Auðhumlu, rætt um að útvíkka rekstrarstöðvunartryggingu Auðhumlu.
Loks nefndi Baldur að unnið er að endurnýjun heimasíðu LK og fer hún í loftið í lok mánaðar
Almennar umræður
Guðmundur Stefánsson Hraungerði sagði frá texta sem er á afhendingarseðli sem hann fékk með sláturbíl frá SS um að hann vottaði þar með að viðkomandi gripur væri heilbrigður og hefði ekki fengið lyf í sex mánuði. Spurði hvar væri stoð í lögum fyrir svona texta.
Ræddi síðan framleiðslukostnað og nauðsyn þess að lækka hann, sérstaklega hvað varðar kvótaviðskiptin.
Þórir Jónsson Selalæk ræddi þrönga stöðu í rekstri, hvatti stjórn og formann að standa sig í því að ná fram hækkun á afurðaverði. Eins er það áhyggjuefni skerðingar á greiðslum til Lífeyrissjóðs bænda og framlög til BÍ. Spurði síðan um kvótamarkaðinn og hvað gerist ef ekki næst jafnvægisverð. Kvaðst hlynntur tillögu stjórnar um fyrirkomulag C-greiðslna.
Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Guðnastöðum þakkaði framkomnar upplýsingar frá framsögumönnum. Að sínu mati hefur aldrei verið meiri óvissa í kúabúskap. Ekkert er að gerast í lánamálum, ekkert hefur skeð í verðlagningarmálum og síðan yfirgengileg umræða um breytingartillögur á búvörulögum. Ótrúlegt að upplifa hvernig ráðuneyti landbúnarmála kom fram gagnvart stöðvun á kvótaviðskiptum síðastliðið sumar. Saknaði þess að ráðherra skyldi ekki sjá sóma sinn í því að mæta á fundinn.
Gauti Gunnarsson á Læk brýndi stjórn á koma fram hækkun á mjólkurverði í gegnum verðlagsnefnd, ekki síst eftir að kúabændur samþykktu skerðingar á liðnu ári gagnvart fjármunum úr mjólkursamningi.
Sveinn Ingvarsson í Reykjahlíð ræddi ástandið í samfélaginu, það er sorglegt að upplifa það að ef heilsugæslunni verður rústað í dreifbýlinu þá gæti það leitt til gífurlegrar búseturöskunar á landinu. Ræddi síðan kvótamarkað og tilurð hans og breyting á viðhorfum stjórnar LK á framkvæmd kvótaviðskipta frá því sem sagt er í núgildandi mjólkursamningi. Spurning hvort ekki hefði átt að óska eftir viðhorfi hins almenna kúabónda. Ræddi síðan bankaábyrgð sem forsendu að gildandi tilboð. Spurði um kostnað vegna hennar. Er þetta ekki einfaldlega enn ný gjaldtaka af kúabændum? Sveinn sagðist eiga sæti í nefnd um nýjan búnaðarlagasamning, þar eru boðnar um 400 milljónir í stað þess ef miða væri við verðlagsforsendur og fyrri samning ætti talan vera nálægt einum milljarði.
Pálmi Vilhjálmsson spurði um framkvæmd kvótamarkaðar – er ekki hætta á mjög lítil viðskipti muni eiga sér stað, eða geti mögulega orðið niðurstaðan. Getur einstakur aðili sett fram fleira en eitt tilboð.
Baldur Helgi fór yfir framkvæmd kvótamarkaðarins. Gæti orðið niðurstaða að ekkert jafnvægisverð yrði, þá yrði að koma til markaður mjög fljótt aftur. Kostnaður vegna bankaábyrgðar gæti verið nokkur en líklegt er að ávinningurinn á öðrum sviðum yrði meiri en sem næmi kostnaði við ábyrðgina. Hver og einn getur einungis sett eitt tilboð á markaðinn.
Bjarni Stefánsson í Túni taldi helsta hagsmunamál bænda vera aðildarumsókn að ESB. Er eitthvað gerast í þessum málum, hvernig er með tímaplan og hvaða vinna er í gangi af hálfu forsvarsmanna bænda ?
Guðbjörg á Læk velti fyrir sér stefnumörkunarmálum – er þetta mögulegt ?
Sigurður Loftsson svaraði Sveini um kvótamarkað, sagði það rétt að í upphaflegum mjólkursamnngi hefði verið texti um að kvótaviðskipti yrðu óbreytt út samningstímann. Hins vegar hefur þessi viðskiptakostnaður komið með auknum þunga inn í framleiðslukostnað búanna og því var þessi ályktun á síðasta aðalfundi LK samþykkt. Hins vegar fór málið á talsverða ferð strax eftir aðalfund LK. Fyrirmynd markaðarins fengin frá danska fyrirkomulaginu.
Ljóst er að sífellt þrengist hið efnahagslega umhverfi innan greinarinnar en einnig í samfélaginu almennt. Ræddi síðan hvernig verðlagsgrundvöllurinn hefur þróast og síðan hvernig reynt er að bregðast við hækkunarþörfinni, hún er rúmar 6 kr á lítra.
Guðný Halla Gunnlaugsdóttir á Búlandi ræddi kvótamarkaðinn og hvernig á koma að endurnýjun á búunum. Hvernig á nýtt fólk að komast inn í greinina. Eins varðandi skuldsett bú og þá óvissu sem þar er á ferð núna, getur verið hamlandi.
Elvar Eyvindsson á Skíðbakka ræddi framleiðslukostnað og nauðsyn lækkunar kostnaðar. Þar vegur þangþyngst kvótinn og sífellt af meiri þunga, slæmt að beingreiðslurnar fara að stórum hluta út úr greininni aftur. Á það hefur verið bent að stuðningur gæti farið á alla framleiðslu, hvort sem framleiðslan færi á erlendan markað eða hér innanlands. Síðan er það kúakynið og möguleikar á því að lækka kostnað með nýju kúakynið.
Varðandi skuldamálin – hversu mörg bú eru sjálfbær í raun, þ.e. ráða við skuldir sínar.
Eins varðandi tryggingarmálin, er ekki nauðsynlegt að vinna þetta mál út frá forsendum okkar bænda, að fá tryggingarfræðing til að vinna útboðsgögn og leita tilboða frá tryggingafélögunum.
Jón Viðar í Dalbæ þakkaði fyrir störf stjórnar og framkvæmdarstjóra. Gleðilegt að heyra um verðhækkun á umframmjólk í gær. Gott væri einnig að fá að heyra um stöðu iðnaðarins núna. Ræddi síðan ákvörðun um kvótamarkað og stöðvun viðskipta um mitt þetta ár. Mjög slæmt hvernig þetta var unnið af hálfu ráðuneytis. Ræddi síðan bankaábyrgðina, væntanlega er mögulegt að láta hana gilda fram að næsta uppboði. Þá ræddi hann afskipti bankanna af kvótaviðskiptum. Loks ræddi hann starf Félags kúabænda á Suðurlandi – fannst vanta þar meira starf, m.a. var engin kúasýning á svæðinu í ár.
Einar Sigurðsson forstjóri MS ræddi afkomu iðnaðarins , unnið hefur að miklum skipulagsbreytingum innan iðnaðrins síðustu fimm ár og hagrætt eftir föngum auk þess fékkst 3-4% hækkun á liðnu ári til iðanaðrins. Allt þetta er að skila sér á þessu ári þannig að reksturinn verður væntanlega réttu megin við núllið. Samdráttur í dagvöru er almennt síðustu tvö ár, hins vegar halda mjólkurvörurnar sölu ótrúlega vel.
Baldur Helgi varðandi spurningu Guðmundar um 6 mánaða „heilbrigðisvottorð“ – þá kannast hann ekki við slíkt í lögum og reglum. Almenna reglan um nýtingarfrest á afurðum, er að 30 dagar þurfa að líða frá síðustu lyfjagjöf fram að slátrun.
Varðandi nýliðun þá ætti kvótamarkaðurinn að auðvelda hana, ætti að jafna möguleikana. Varðandi ættliðaskipti á jörðum, þá þarf kvótinn ekki að fara í gegnum kvótamarkað.
ESB-vinnan – þar hefur ekki verið haldinn fundur síðan 2.sept. síðastliðinn. Þessari vinnu starfshópsins fer að ljúka, síðan fer fram kynning frá ESB um landbúnaðarkerfið þar í nóvember og síðan verður íslenska kerfið kynnt fyrir starfsmönnum ESB í janúar. Ekki hefur verið gengið frá kröfum íslendinga m.t.t. landbúnaðar. Framgangur málsins ræðst einnig af því hvernig pólítikin hér á landi þróast næstur misseri.
Tillaga Elvars um tryggingarmálin er ástæða til að skoða mjög vel.
Varðandi kynningu kvótamarkaðar fyrir bankamönnum þá er búið að ræða við útibústjóra á Suðurlandi og á Norðurlandi auk ráðunauta á viðkomandi svæði og þeim gerð grein fyrir fyrirkomulagi viðskipta. Eins er búið að kynna þetta í höfuðstöðvum Arionbanka og Landsbankanum.
Þórir Jónsson á Selalæk þykir miður að ráðherra skuli ekki mæta á þennan fund þegar hann er boðaður og tilkynnir jafnvel ekki forföll.
Varðandi starf Félags kúabænda á Suðurlandi þá sagði Þórir að nauðsynlegt væri að vekja athygli á starfi félagsins. Kúasýningin var ekki haldin í sumar en þar með er ekki sagt hún verði haldin á næsta ári. Fundargerðir eru ávallt birtar á heimasíðu Bssl og LK.
Arnheiður Dögg Einarsdóttir á Guðnastöðum ræddi stefnumörkun LK og það starf sem þegar er farið af stað. Tekur undir með Elvari varðandi tryggingarmálin, breytingar á heimasíðu LK eru jákvæðar og meiri virkni í skrifum. Bind vonir við kvótamarkað. Hins vegar, hvað með galla við þetta fyrirkomulag ? Nauðsynlegt að stjórn sé mjög virk í skuldamálum og eins að fá upplýsingar hvað er í boði á hverjum tíma.
Sigurður Loftsson sagði frá fundi með bankamönnum varðandi kvótamarkað. Nauðsynlegt er að hafa bankaábyrgð, eins eru tilboðin bindandi og Matvælastofnun þarf að vera örugg með greiðslumiðlunina. Nauðsynlegt er að þeir sem ætla að senda tilboð gefi sér tíma til að vinna tilboðið og eins varðandi fylgigögn. Ákveðnir gallar geta orðið í framkvæmd, t.d. þeir bændur sem nauðsynlega þurfa að losa um kvóta en ná því ekki á fyrsta markaði. Eins varðandi það að fjölga markaðsdögum innan ársins.
Varðandi fjölda búa sem þurfa aðstoð vegna skuldamála þá er mjög erfitt að meta slíkt. Breytingar á búvörulögunum eru óafgreiddar og erfitt að meta hvort þetta næst á haustþinginu.
Stefnumörkunin er stórt verkefni, ef kostnaðurinn er 111 krónur á lítra þá eru 35% um 40 kr/l eða svipað og ríkistuðningurinn er núna. Þetta er mjög há tala sem verið er að tala um. Hins vegar með þessari stefnumörkun, þá er verið að efla samkeppnishæfni greinarinnar svo hún geti þróast til framtíðar.
Það eru síðan góð tíðindi að heyra um hækkun á verði umframmjólkur og eins að rekstur iðnaðarins sé að batna.
Þakkaði fundarmönnum góða mætingu og sleit fundi kl. 23.42.
Runólfur Sigursveinsson var fundarritari.
![]() |
Sigurður formaður í ræðustól, Baldur framkvæmdastjóri hlýðir á. |
![]() |
Fjölmenni var á fundinum |
![]() |
Guðbjörg á Læk stýrði umræðum á fundinum |
![]() |
Stjórnarmenn LK á fundinum, f.v. Jóhann Nikulásson, Stóru Hildisey 2, Guðný Helga Björnsdóttir, Bessastöðum, hægra megin er Sveinbjör Þór Sigurðsson, Búvöllum, fyrir aftan hann glittir í Jóhönnu Hreinsdóttur í Káraneskoti, varamann Sigurgeirs B. Hreinssonar |