Beint í efni

Fjölmenni á kúasýningu í Skagafirði

20.08.2005

Í dag var haldin kúasýning í Skagafirði á landbúnaðarsýningunni Flugu. Keppt var í fjórum flokkum: flokki kálfa, fyrsta kálfs kvígna og mjólkurkúa, en flokki kálfa var skipt í tvo flokka sýnenda, yngri og eldri en 12 ára. Sýningin tókst í alla staði vel og stóðu yngstu sýnendurnir sig sérstaklega vel en yngsti sýnandi var einungis fjögurra ára. Niðurstöður úrslita verða birt síðar.