Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fjölmenni á haustfundi í Þingborg

10.10.2014

Ríflega 100 gestir mættu á fyrsta haustfund Landssambands kúabænda sem haldinn var í Þingborg í Flóa í gærkvöldi. Í framsögu fóru Sigurður Loftsson, formaður og Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri samtakanna yfir framleiðslu og sölumál mjólkur, sögulega aukningu á greiðslumarki og tillögur til breytinga á tilhögun reglugerðar um greiðslumark og viðskipti með það, tillögur að breytingum á verðhlutföllum fitu og próteins, starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar sem markað var í aðdraganda mjólkursamningsins 2004 og nýhafið starf við endurskoðun þess, stöðu nautakjötsframleiðslunnar og starf LK henni tengt undanfarin misseri, könnun á framleiðsluaðstöðu bænda, kynbótastarf í nautgriparækt og stefnu LK og SAM um fyrirmyndarbú.   

 

Í umræðum rakti Einar Sigurðsson forstjóri Mjólkursamsölunnar úrskurð Samkeppniseftirlitsins og málatilbúnað félagsins gagnvart áfrýjunarnefnd samkeppnismála, auk þess sem Pálmi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri framleiðslusviðs MS fór yfir ávinning af hagræðingaraðgerðum í mjólkuriðnaði á undanförnum árum.

 

Umræður bænda á fundinum voru málefnalegar og yfirvegaðar. Ljóst er að undanfarna daga hafa vaknað ýmsar spurningar meðal bænda og út í samfélaginu, um þá umgjörð sem nautgriparæktinni hér á landi er búin. Fram kom vilji bænda til að standa vörð um afurðafélag sitt og treysta orðspor þess gagnvart neytendum hér á landi./BHB 

 

Fundargestir í Þingborg voru ríflega 100 talsins