Beint í efni

Fjölmargir þátttakendur á Kýr 2004

27.08.2004

Á morgun verður sýningin Kýr 2004 haldin í Ölfushöll á Ingólfshvoli og opnar húsið kl. 12.30. Þegar hafa fjölmargir keppendur skráð sig til leiks og er athyglivert hve þátttakan er góð meðal yngri sýnenda. Á sýningunni eru skráðir til leiks tæplega 30 kálfar og munu börn á aldrinum 5-16 ára sýna þá. Þá eru 4 holdagripir á sýningunni, 11 fyrsta kálfs kvígur,  6 mjólkurkýr, 3 sk. heiðurskýr og 3 naut skráð til sýningar. Full ástæða er til að vekja athygli á kynbótanautinu Vað (nr. 02011) sem kemur frá Nautastöðinni á Hvanneyri. Vaður er sérlega vel ættaður (undan Kaðli og Skræpu frá Stóru Hildisey) og eitt efnilegasta naut landsins.