Beint í efni

Fjölmargir alþjóðlegir dagar sem tengjast landbúnaði

30.09.2022

Yfir árið eru fjölmargir alþjóðlegir dagar sem tengjast landbúnaði á einn eða annan hátt. Einn slíkur var í gær, alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um matartap og matarsóun, og fleiri fylgja í kjölfarið fram að áramótum.

Á alþjóðlegum degi vitundarvakningar um matartap og matarsóun sagði Charlie McConalogue, landbúnaðar-, matvæla- og sjávarráðherra Írlands, að takast á við matarsóun gæti haft gríðarlegan ávinning fyrir umhverfið.
„Í dag er leitast við að stuðla að vitundarvakningu og sameiginlegum aðgerðum til að draga úr matartapi og matarsóun. Það er eitthvað sem við getum öll skoðað í okkar daglega lífi og bætt okkur, hvort sem er í viðskiptum eða á heimilinu. Ef við tökum öll eitt lítið skref til að breyta venjum okkar, og metum matinn sem bændur okkar og fiskimenn framleiða, getum við öll haldið áfram að draga úr magni matarsóunar sem við framleiðum.“

Hér neðar má sjá fleiri daga framundan sem tengjast landbúnaði en þess ber jafnframt að geta að frá 2019-2028 er áratugur fjölskyldubúskapar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið með áratugnum er að varpa ljósi á hvað það þýðir að stunda fjölskyldubúskap í heimi sem breytist hratt og sýna fram á mikilvægt hlutverk þesskonar búskapar. Litið er á átakið sem lið Sameinuðu þjóðanna í að ná sjálfbærnimarkmiðum sínum.

Alþjóðlegir dagar framundan sem tengjast landbúnaði:

  1. október - alþjóðadagur dýraheilbrigðis
  2. október - alþjóðlegi kjúklingadagurinn
  3. október - alþjóðlegur dagur eggsins
  4. október - alþjóðlegur dagur dreifbýliskvenna
  5. október - alþjóðadagur matvæla
  6. desember - alþjóðadagur jarðvegs

/Mynd:UN