Beint í efni

Fjöldi tilboða fyrir bændur á Orlofsvef BÍ

16.04.2021

Félagar í Bændasamtökum Íslands eiga rétt á aðgangi að Orlofsvef BÍ. Þar er haldið utan um útleigu á orlofsíbúð samtakanna í Þorrasölum í Kópavogi og notendur geta valið úr 50 tilboðum á gistingu á hótelum víða um land. Bókanir á hótelum fara þannig fram að notendur kaupa sk. ferðaávísanir og nota þær sem greiðslu á vefnum.

Inni á orlofsvefnum er líka afar hagstætt tilboð sem Hótel Ísland býður félagsmönnum BÍ.

BÍ er aðili að tilboðum orlofsvefsins ásamt fjölmörgum starfsmanna- og stéttarfélögum í landinu í gegnum orlofskerfið Frímann. Til þess að skoða tilboðin þarf að skrá sig í gegnum innskráningu með rafrænum skilríkjum.

Skoðið hvað er í boði – sumarið er á næsta leiti!

Orlofsvefur BÍ