Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fjöldi búa í mjólkurframleiðslu innan sk. varnarhólfa

17.10.2007

Um síðustu áramót var fjöldi búa í mjólkurframleiðslu um 770 talsins. Í ljósi umræðu um flutninga á nautgripum á milli sk. varnarhólfa, hefur verið tekið saman gróft yfirlit yfir fjölda búa í mjólkurframleiðslu í hverju varnarhólfi. Það má sjá á myndinni hér að neðan. Frá 1. janúar 2006 hafa varnarhólf þessi verið 38 talsins, þá bættust við tvö ný hólf, Grímsey (hólf 20a) og Vestmannaeyjar (hólf 37). Það gefur því auga leið að fjöldi kúabúa í hverju hólfi er að jafnaði um 20 talsins.

Þó ber að geta þess að 4 hólfanna eru með lang flest býli, Árneshólf með 121 bú, Rangárvallahólf með 99 bú, Eyjafjarðarhólf vestra með 78 bú og Eyjafjarðarhólf eystra með 59 bú. Annars eru um 2/3 hólfanna þar sem mjólkurframleiðsla er yfirleitt stunduð, með langt innan við 20 bú, oft í kringum 10. Það gefur því auga leið að sá markaður sem bændur hafa til kaupa og sölu á gripum til lífs, er nánast enginn á þessum svæðum. Þar að auki eru nokkur af þeim „hrein“, sem útilokar nær alveg gripakaup annars staðar frá. Slíkt hefur ákaflega hamlandi áhrif á þróun kúabúskapar á þessum svæðum til lengri tíma litið.